Pöddurnar komnar í fulla sveiflu

20120310-182653.jpg

Í Langholtsskóla erum við með 6 iPad spjaldtölvur sem við erum að prófa í hópavinnu. Fjölbreytt og skemmtileg verkefni í gangi. Dásamlegt að sjá hversu lítið þessi tæki eru að þvælast fyrir í vinnunni. Í augnablikinu er 5. bekkur að vinna Stop Motion mynd. Nemendur hafa undanfarnar vikur verið að búa til leikmuni og persónur í hringekjuvinnu um landnámið. Í kjölfarið var sagan teiknuð á söguborð og nú er verið að gæða persónurnar lífi. Þar koma spjaldtölvurnar sterkar inn. Í 10. bekk er verkefnið að taka upp útvarpsleikrit sem er í raun ritunarverkefni sem verið er að leiklesa og bæta við tólist og umhverfishljóðum. 8. bekkur er svo að búa til hreyfimynd og semja við hana tónlist. Það er vinna sem verður gaman að sýna þegar henni er lokið. Nú er bara spurningin sem er ósvarað. Hvernig þola pöddurnar þetta álag?

Myndbandið hér að ofan sýnir vinnu nemenda í 7. bekk annarsvegar þar sem nemendur eru að semja og taka upp tónlist fyrir kvikmyndabút og svo hinsvegar 8. bekk í hreyfimyndagerð þar sem verið er að vinna með íslenskar þjóðsögur, allar persónur eru handteiknaðar á pappír og litaðar og skannaðar beint inn í iPad. Í tónment semja nemendur stef fyrir hverja persónu og tónlist fyrir myndina sem ennig er spiluð og tekin upp á spjaldtölvuna.

Ég vona að myndbandið sýni hvernig tæknin er notuð sem er notuð sem eitt verkfæri í hinu skapandi ferli en alls ekki ekki eitthvað sem allt snýst um. Það er kjarninn í því sem viljum gera. Við viljum ekki að tækni flækist fyrir heldur stytti leiðina fyrir okkur í sköpunina. Það sem enn skiptir höfuðmáli er að geta teiknað, hafa gott auga fyrir myndefni, skilja tónlist og geta sungið og spilað á hljóðfæri.

Framtíð kennslubókarinnar

Í síðustu viku var Apple með klukkutíma kynningu frá New York á þeirri sýn sem þeir hafa á kennslubækur. Þessi kynning var mjög áhrifamikið útspil sem þar sem andinn var: Við erum búnir að endurhannakennslubókina, gerið þið svo vel, byrjið að vinna.

Ef við tökum saman lykilatriðin í kynningunni þá voru þau.

1. Þeir settu í sölu helling af kennslubókum á margmiðlunarformi sem ná yfir mjög vítt svið þannig að nemendur geta nú þegar byrjað að nota efni á þessu formi.

2. Þeir settu þak á verð (14.99 dollara)

3. Þeir gáfu kennurum og öðrum þeim sem hafa áhuga á að búa til efni á  þessu formi tól til þess með iBook Author.

4. iTunes U sem er skólaútgáfa af iTunes til að koma efninu til nemenda og kennara. Auk þess sem þeir eru með iTunes dreifikerfið sitt sem er i mjög almennri notkun hjá nemendum nú þegar.

Sigurður Fjalar skrifar fína grein um þetta útspil Apple á síðuna sína og fer m.a. yfir gallana sem fylgja því að Apple er með þessu að binda viðskiptavini, í þessu tilviki nemendur og kennara, við að nota þjónustur og jafnvel búnað sem þeir bjóða upp á.

Hér er tengillinn inn á kynninguna frá Apple (svoldið langt – 60 mín)

Hér er tengill inn á kynningu á iBooks Author sem er tólið sem Apple er að gefa skólakerfinu til að setja saman efni.

Eru iPöddur stærsta tækninýjungin sem skólar hafa séð síðan myndvarpinn kom til sögunnar?

Ég rakst á þessa grein: Math that moves: Schools Embrace the iPads, á vef The New York Times. Hér er verið að fjalla um hvernig skólar eru að hlaupa til og fjárfesta í iPad spjaldtölvum fyrir nemendur sína. Það eru margir sem sjá mjög mikla spennandi möguleika í notkun þessara tækja en það er einnig bent á það í greininni að það eru engar rannsóknir ennþá sem sýna fram á gildi tækisins fyrir nám nemenda.