Framtíð kennslubókarinnar

Í síðustu viku var Apple með klukkutíma kynningu frá New York á þeirri sýn sem þeir hafa á kennslubækur. Þessi kynning var mjög áhrifamikið útspil sem þar sem andinn var: Við erum búnir að endurhannakennslubókina, gerið þið svo vel, byrjið að vinna.

Ef við tökum saman lykilatriðin í kynningunni þá voru þau.

1. Þeir settu í sölu helling af kennslubókum á margmiðlunarformi sem ná yfir mjög vítt svið þannig að nemendur geta nú þegar byrjað að nota efni á þessu formi.

2. Þeir settu þak á verð (14.99 dollara)

3. Þeir gáfu kennurum og öðrum þeim sem hafa áhuga á að búa til efni á  þessu formi tól til þess með iBook Author.

4. iTunes U sem er skólaútgáfa af iTunes til að koma efninu til nemenda og kennara. Auk þess sem þeir eru með iTunes dreifikerfið sitt sem er i mjög almennri notkun hjá nemendum nú þegar.

Sigurður Fjalar skrifar fína grein um þetta útspil Apple á síðuna sína og fer m.a. yfir gallana sem fylgja því að Apple er með þessu að binda viðskiptavini, í þessu tilviki nemendur og kennara, við að nota þjónustur og jafnvel búnað sem þeir bjóða upp á.

Hér er tengillinn inn á kynninguna frá Apple (svoldið langt – 60 mín)

Hér er tengill inn á kynningu á iBooks Author sem er tólið sem Apple er að gefa skólakerfinu til að setja saman efni.