Kjalnesinga saga

Á hverju hausti er Kjalnesinga saga kvikmynduð af nemendum 9. bekkjar í Langholtsskóla. Nemendur vinna í hópum með afmarkaðan þátt sögunnar. Eftir að bókin hefur verið lesin, handrit skrifað og kvikmyndatakan undirbúin er einn dagur tekin í það að ferðast á raunverulegar söguslóðir Kjalnesinga sögu til að kvikmynda. Eftirvinnslan fer svo fram í skólanum. Nemendur sjá alfarið um alla vinnu.

Þetta myndband var tekið upp og unnið haustið 2011.

Stikla úr Snorra sögu

6. bekkur í Langholtsskóla vinnur kvikmynd. Það hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að saga Snorra Sturlusonar sé kvikmynduð. Áherslan í verkefninu er á handritsgerð, undirbúning s.s. búninga og aukahluti og kvikmyndun. Kennari fer með nemendum út til að kvikmynda, pælingar með sjónarhorn, liti og myndbyggingu eru í hávegum hafðar. Myndbandið hér að ofan er stikla sem sýnir ættirnar sem voru hvað mest ráðandi á tímum Snorra og var hún notuð í markaðsetningu á frumsýningu myndarinnar sem var á sal skólans. Fjölskyldum nemenda var boðið og salurinn fylltist.

Your Song

Enskuverkefni í 10. bekk. Túlkun á dægurlagatexta. Í þessu verkefni völdu nemendurnir sér að vinna Stop Motion myndband. Við viljum að nemendur sem eru komnir í 10. bekk hafi aðgang að aðstæðum hjá okkur og getuna til að vinna sjálfstætt verkefni eins og þessi ef þeir ákveða að þetta sé rétta leiðin til að koma pælingunum sínum á framfæri.

Ferðalagið

5. bekkur. Verkefni unni í listasmiðju með Stop Motion tækni. Við byrjum á því að vinna kvikmyndir á þennan hátt með 5. bekk. Hér kynnast nemendur í fyrsta sinn hjá okkur hugbúnaði til að klippa og hljóðsetja kikmyndir. Það er er sérstaklega gaman að skoða þetta verkefni út frá handritinu. Hópurinn fékk landsvæði, átti að búa til mynd um ferðalag þangað og nýta þær upplýsingar sem í hópnum bjuggu. Verkefnið er tengt landafræðinni sem börnin voru að vinna með þennan vetur. Þessi hópur fékk Snæfellsnes til að vinna með. Hópurinn vissi um svo margt skemmtilegt norðan og austan við Snæfellsnesið að til þess að koma því öllu inn var norðurleiðin valin fyrir ferðalagið. Hér má finna hluti eins og frægar ísbúðir og vísanir í dæagurlaga texta o.fl.

Loosing a friend – Guylon

Verkefni í tónlist og stuttmyndagerð. Undurfallegt skemmtiatriði fyrir árshátíð. Nemendur úr 10. bekk.

Söknuður

Lag úr leikriti sem sett var upp í skólanum. Þarna vorum við að taka hljóðverið okkar í notkun og þvílíkur metnaður í gangi. Nemendur úr 10. bekk flytja lagið.