From Me to You

Við ákváðum eina kvöldstund heima hjá okkur á St Ronans Road á spreyta okkur á Bítlalaginu góða From Me to You. Við ákváðum svo að gera smá myndband við og senda það vinum okkar heima á Íslandi sem jólakveðju.

Man v. Canvas

Skólaverkefni frá 2009 – Kitla fyrir sjónvarpsstöð háskólans í Portsmouth. Tónlist frá Mugison.

Við Holtaveg – Titlar fyrir stuttmynd

Titlar á stuttmynd sem gerð var í janúar 2010. Leikur með myndavélar og “the puppet pin tool” í After Effects.

Guð minn góður

Dans- og söngvamynd gerð af karlpeningnum sem starfar í Langholtsskóla í Reykjavík. Þessi mynd er önnur í röðinni í trílógíu söngmynda.

Laugardagskvöld í Reykjavík

Við skelltum okkur út í stilluna og snjóinn í Reykjavík Laugardagskvöldið 5. febrúar 2011. Með í för var nýja Canon EOS 550D myndavélin en hugmyndin var að prufukeyra hana sem videoupptökuvél og taka kannski nokkrar ljósmyndir í leiðinni.

Þetta var tekið niðri á strönd í Portsmouth. Við hjónin í góðu stuði.

Leitin að Bítlinu

Stuttmynd um leit stórhljómsveitarinnar Eggjandi að hinu sanna Bítli, leit sem dregur bandið frá köldum Íslands ströndum til Lifrarpollar í landi Saxa.