Kvikmyndagerð og þjóðararfurinn

Það hefur reynst mér og mínu samstarfsfólki ótrúlega vel að tengja saman bókmenntir og kvikmyndagerð í skólastarfinu enda náskildar listgreinar.


Nú rétt fyrir páska lásum við Kjalnesinga sögu með 8.bekk og samhliða lestrinum unnum við nokkur æfingaverkefni sem tengjast kvikmyndagerð – Þegar þeirri vinnu lauk réðumst við í það verkefni að undirbúa og kvikmynda söguna á vettvangi þeirra atburða sem lýst er í sögunni.


Sprellifixið hét: Kvikmyndagerð og Kjalnesinga saga

Forsíðan
« of 15 »

Nemendur fengu þetta verkefnahefti frá okkur sem rafbók í ePub skrásniði sérstaklega til að hafa iPaddinum sínum. Þannig virka allir tenglar og hægt er að hora á þau myndbönd sem eru í bókinni.


Ef þú ert með iPad, iPhone eða Apple tölvu getur þú nálgast þá útgáfu hér: http://flat8.co.uk/rafbaekur/Kvikmyndagerð og ….epub


Meðan nemendur voru að vinna þá bjuggum við töluvert af efni s.s. myndband sem útskýrir enn betur ferlið frá handriti að kvikmynd. Við nýttum okkur að einn úr teyminu hafði nýlega tekið sýna eigin hugmynd í gegnum þetta ferli í samvinnu við RUV og við vorum þessvegna með fágætt tækifæri til að veita nemendum innsýn í það ferli. Við gerðum smá myndband í þessum tilgangi sem ekki rataði inn í rafbókina en var sýnt í tímum og deilt til nemenda eftir öðrum leiðum.Yfirleitt byrjum við hvern tíma á því að hnykkja á þeim atriðum sem okkur finnst mikilvægt að hnykkja á hvort sem nemendur eru á þeim stað að vera að skrifa handrit, gera söguborð eða að undirbúa sig fyrir kvikmyndatökur. Þegar við förum í gegnum svona vinnu þá verður smám saman til hjá okkur aukaefni sem var ekki endilega til áður en við fórum af stað. Hér eru dæmi um glærurnar sem urðu til hjá okkur þegar við fórum í gegnum þetta Sprellifix í ár.


Uppsetning handrits
Uppsetning handrits
« of 10 »

Þarna erum við að rýna í kvikmyndatöku í gegnum atriði úr Jurasic Park myndinni en einnig bara að búa til sjónrænar upplýsingar sem sitja uppi á skjá fyrir nemendur meðan þeir voru að vinna í sinni sköpun.


Ég vildi óska þess að ég gæti sýnt öll þau verkefni sem við fengum frá nemendum í þessari vinnu en þau voru mörg og þau voru mörg verulega vel unnin.