Home 2017-12-04T12:28:33+00:00
Gott kaffi er vefur þar sem efnið tengist með einum eða öðrum hætti stafrænni miðlun og skapandi skólastarfi. Þessi skrítna slóð inn á vefinn flat8.co.uk varð til þegar við vorum við nám í Englandi en íbúðin okkar var #8 í húsinu sem við bjuggum í.

Um okkur

GOTT KAFFI

Efst á baugi

Efst á baugi

Smiðjan í 9. og 10. bekk

Smiðjan er þróunarverkefni sem teymi kennara við unglingadeild Langholtsskóla er að vinna að. Verkefnið gengur út á að breyta kennslu- og námsháttum í unglingadeild á þann veg að áhersla er lögð á samþættingu námsgreina, verkefnatengda nálgun og þá þætti sem tilteknir eru sem lykilhæfni í aðalnámskrá grunnskóla.

Nánar um smiðju>>

Vefur smiðjuverkefnisins
Námsefni

Námsefnisgerð

Skapandi skólastarf og stafræn miðlun

Við höfum tekið þátt í að búa til námsefni og stuðningsefni fyrir kennara og nemendur. Þetta er fjölbreytt efni sem nýtist á mörgum sviðum skólastarfs.
01. Margmiðlun – Stafræn miðlun

Þetta efni var gert fyrir Menntamálastofnun og er byggt upp á kennslumydböndum. Í augnablikinu eru á vefnum þrír flokkar: Kvikmyndagerð, Stafræn myndvinnsla og Forritun. Í hverjum flokki eru safn myndbanda eða þátta.

Undir flokknum kvikmyndagerð eru rúmlega 20 þættir en í hverjum og einum eru teknir fyrir afmarkaðaðir þættir kvikmyndagerðar frá listrænum yfir í tæknilega. Hvert myndband er hugsað sem námseining og það er notandanum í sjálfsvald sett hvernig hann fer í gegnum efnið.

Í flokknum myndvinnsla er að finna 16 þætti þar sem farið er yfir algeng atriði og hugtök sem notuð eru í stafrænnimyndvinnslu. Forritið Photoshop er notað í sýnikennslunni en það ætti að vera auðvelt að yrirfæra það sem sýnt er á annan hugbúnað af svipaðri gerð.

Í flokknum forritun eru svo 22 þættir þar sem farið er yfir grunnatriði í HTML/CSS, JavaScript og LUA (Fyrir iPad) forritun.

Margmiðlun – Stafræn miðlun

Margmiðlun – Námsefnisvefur
02. Jörð í hættu

Dögg Lára sá um myndbandavinnslu fyrir þennan frábæra kennsluvef sem allir sem hafa áhuga á að þróa kennslu í náttúru- og samfélagsfræði í unglingadeild ættu að kynna sér.
Vefur: Jörð í hættu

Jörð í hættu – Vefur um nemendastýrt þemaverkefni
03. Skapandi skólastarf (Bók)

Þessi bók er hugsuð sem upplettirit fyrir kennara og er Björgvin Ívar meðhöfundur af henni.

Skapandi skóli – Handbók um fjölbreytta kennsluhætti og stafræna miðlun

04. App á einni

Hér er að finna kennslumyndbönd sem við höfum búið til og fókusa á það að kenna á öpp eða einföld stafræn kerfi. Hér má finna myndband sem útskýrir hluti eins og Google Classromm yfir í öpp eins og GarageBand og iMovie

App á einni

Námskeið

Námskeið

Fjölbreytt námskeið fyrir kennara

Við tökum að okkur skipuleggja lengri og styttri námskeið þar sem eru teknir fyrir fjölbreyttir þættir stafrænnar miðlunar, jafnt fyrir byrjendur og lengra komna. Við höfum mikla reynslu af því að vinna með stafræna miðlun í skólum á mörgum skólastigum þannig að skólafólk sem hefur áhuga á að tengja fjölbreytta stafræna miðlun við starf sitt á sérstakt erindi við okkur. Við nýtum m.a. það efni sem er að finna á þessum vef og förum yfir með ykkur hvernig þið getið nýtt það efni sem er að finna í framhaldinu.
Ef þið hafið sjálf einhverjar hugmyndir um hvað þið hafið áhuga á að skoða sérstaklega þá skuluð þið endilega hafa samband og við getum séð hvað við getum gert.

Dæmi um námskeið eða efnishluta námskeiða

Kvikmyndagerð (iPad)

Farið yfir það hvernig maður getur nýtt iPad eða iPhone ásamt hugbúnaðinum iMovie til að fullvinna stutta kvikmynd. Farið verður yfir grunnatriði í kvikmyndatöku, hreyfingu og staðsetningu myndavélar, myndbyggingu. Þátttakendur taka upp, klippa og hljóðsetja stutta mynd og setja hana upp á myndabandaveitu (YouTube eða Vimeo) þar sem hægt er að stjórna hvernig aðgengi á að vera að henni.

Tónlistarsköpun (iPad)
Farið yfir það hvernig við getum notað iPad og hugbúnaðinn GarageBand við tónlistarsköpun og upptökur. Þátttakendur búa til og taka upp lag eða tónverk með því að nota bæði þau hljóðfæri sem forritið býður upp á, taka upp þau hljóðfæri sem eru á staðnum og með því að leita að og taka upp hljóð úr umhverfinu. Að lokum er gengið frá laginu og því deilt með umheiminun á efnisveitu á netinu (Soundcloud, YouTube)

Að búa til hljóðheim fyrir kvikmynd
Fyrir þá sem hafa áhuga á að taka kvikmyndagerðina aðeins lengra og kafa eins djúpt og hægt er í hljóðsetningu og hljóðaheim kvikmynda. Þetta er hægt að tengja sérstaklega við hvernig hlutirnir væru unnir í iPad en einnig hvernig væri hægt að vinna þetta í borðtölvum í stúdíó umhverfi. Þátttakendur búa til hljóðheim við valin myndskeið.

Myndvinnsla
Byrjendanámskeið í stafrænni ljósmyndunm myndvinnslu og hönnun í Photoshop og eða PS touch fyrir iPad.

Hreyfimyndagerð
Það eru margi
r möguleikar fyrir hendi hvað varðar mismunandi tækni í hreyfimynda- og teiknimyndagerð og við getum boðið upp á námskeið sem tengjast þessu á fjölbreyttan hátt s.s. StopMotion o.fl.

Skóli og sköpun

Skóli og sköpun

Ýmis skólaverkefni

Hér eru nokkur verkefni sem nemendur og starfsfólk Langholtsskóla hafa unnið síðustu misserin.

Hér er myndband sem starfsfólk Langholtsskóla réðst í að búa til vorið 2017. Það er ekki verið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur hér.

Nemendaverkefni
Hafðu samband

Hafðu samband

Tölum saman

At vero eos et accusamus et iusto odio dignissimos ducimus qui blanditiis praesentium voluptatum deleniti atque corrupti quos dolores et quas.