Kvikmyndagerð – Æfingaverkefni
Markmið þessa verkefnis er að þjálfa ákveðna grunnþætti þegar kemur að þeirri tækni sem þið þurfið að hafa vald á til að geta tekið upp, klippt saman og skilað af ykkur verkefni í formi myndbands.
Það fyrsta sem þið þurfið að fara yfir eru vinnuaðstæðurnar og það vinnuflæði sem þið hafið möguleika á að nota. Þið þurfið búnað til að taka upp myndskeið og klipphugbúnað til að raða þeim myndskeiðum saman, hljóðsetja, setja inn viðbætur eins og texta. Að lokum þarf að flytja lokaútgáfu út þannig að hægt sé að deila henni með öðrum.
Snjallsímar og spjaldtölvur nýtast vel sem upptökutæki bæði fyrir hljóð og mynd. Í sumum þeirra eru öpp sem hægt er að nota til að klippa meðan fyrir önnur þarf að bæta þeim við. Einnig er hægt að flytja upptökur úr snjalltækjum yfir í tölvur sem þurfa þá að hafa hugbúnað til að klippa með.
Tæki eins og iPhone og iPad ráða við allt þetta flæði frá myndatöku til lokaafurðar en það eru í raun tvö klippiforrit sem fylga þessum tækjum, hið stærra er iMovie sem er gott forrit til að leysa svona verkefni en hitt sem er öllu nýrra og ölítið minna í sniðum er Apple Clips appið.
iMovie fylgir líka frítt með Apple tölvum og því þarf ekki að gera þær ráðstafanir að finna til hugbúnað til að klippa í hafi maður aðgang að Apple tölvu.
Það þarf samt ekki örvænta þó maður hafi ekki aðgengi að Apple tækjum. Það er til mikið af hugbúnaði fyrir PC og Android tæki sem hægt er að nota en það þarf að gera ráðstafanir til að koma honum inn í tækin því hann fylgir ekki með
Undirbúningur
Áður er farið er í kvikmyndaökur er mikilvægt að undirbúa sig. Í þessu verkefni ætlum við að reyna að sleppa við þann þátt sem í mörgum tilvikum er tímafrekastur því þið þurfið þið ekki að gera handrit eða búa til sögu. Hún er gefin hér:
Þið eigið að gera stutta mynd sem sýnir manneskju í sendiför. Hún fær afhentan hlut eða tekur hann upp á einhverjum stað og fer svo með hann á annan stað þar sem hún afhendir einhverjum öðrum hlutinn eða leggur hann frá sér. Á þessari leið ætti hún að mæta einhverjum hindrunum s.s. lokuðum dyrum eða tröppum . Þið megið svo að sjálfsögðu flétta við þetta eins og þið viljið.
Í þessari mynd vil ég að þið nýtið ykkur það sem kemur fram í myndböndunum hér á eftir um myndbyggingu og sjónarhorn, stöðguleika og markvissa hreyfingu myndavélar og það hvernig þið klippið mismunandi sjónarhorn saman.
Upptökur
Til að bæta gæði kvikmyndatökunnar er mikilvægt að gera ráðstafanir til að halda myndavélinni stöðugri, huga að myndbyggingu, hreyfingu viðfangsefnisins inni í myndrammanum. Það er líka mikilvægt í kvikmyndatökunni að sjá fyrir sér hvernig myndskeiðin klippast saman.
Augnablikið sem þú skiptir úr einu myndskeiði í annað skiptir máli. Þau sjónarhorn sem þú skeitir saman í klippingu skipta máli. Það er farið yfir þetta í þessu myndbandi.
Í kvikmyndatöku getur það verið gríðarlega áhrifaríkt að hreyfa myndavélina á ákveðinn hátt á meðan upptaka er í gangi. Í þessum þætti er farið yfir nokkrar hreyfingar sem hafa verið mikið notaðar í gegnum tíðina og sýnt hvernig hægt er að nota hversdagslega aukahluti til að ná þeim.
Í þessum þætti er fjallað um þriðjungaregluna sem hjálpar manni að staðsetja viðfangsefni í myndrammanum í ljósmyndun og kvikmyndatöku. Góð myndbygging er gulli betri.
Eftirvinnsla
Í eftirvinnslu er kvikmyndin klippt í þar til gerðum hugbúnaði og hún hljóðsett auk þess sem titlar er settir inn og tónlist. Hvaða leið þið farið í þessu ræðst mest af því hvernig tölvubúnað þið hafið við höndina og hvaða forritum þið hafið aðgengi að. Það eru til kennslumyndbönd á ensku fyrir nánast allan hugbúnað sem auðvelt er að finna veitum eins og youtube.
Ítarefni
Hér fyrir neðan eru tenglar á efni sem gæti nýst ykkur í vinnunni.