Kvikmyndagerð 101

Í þessu verkefni eigið þið að vinna saman í litlum 3-4 manna hópum að einföldu verkefni sem gengur út á að þjálfa, myndbyggingu, kvikmyndatöku og klippingu.

Áður en farið er af stað skuluð þið horfa á þessi 4 myndbönd:

Um þriðjungaregluna:

Myndskurð og sjónarhorn:

Hreyfingu myndavélar:

Klippingu:

Verkefnið er svo að fara út og taka upp litla mynd sem gengur út á sendiför eins og svo margar myndir í kvikmyndasögunni. Einhver persóna er beðin um að sendast með eitthvað til einhvers.

Það er mikilvægt að nýta þær upplýsingar sem komu fram í myndböndunum þegar kemur að kvikmyndatöku og klippingu.

Þið getið svo valið ykkur eitthvað kvikmyndþema til að krydda eins og að búa til þögla mynd, dans og söng, ofur gleði, ofur drama eða hrylling.

Áhöld: Camera appið í iPad til að taka upp efni og iMovie í iPad til að klippa.

Hér má kynnast iMovie: