Keynote teiknimyndagerð

Afhverju?

Að það að teikna eða þróa myndefni er frábær leið fyrir bæði börn og fullorðna til að sjá fyrir sér hluti og skilj og til að tjá hugmyndir og tilfinningar. Við eru misjöfn í því eins og öðru og við vitum að myndræn framsetning hefur tilhneygingu til að hafa sterk persónuleg einkenni.  Allir geta og ættu þjálfa og rækta færni sína á þessu sviði.

Keynote

Það er ótrúlegt hvað er hægt að gera í Keynote appinu fyrir iPad. Appið er upphaflega app til að gera glærur sem hugsaðar eru sem stuðningur við það sem maður vill segja þegar maður er að halda lítil erindi fyrir framan hóp.

Það sem hefur svo gerst á síðustu misserum er að það hafa bæst við það möguleikar sem gera það að verkfæri fyrir myndvinnslu og grafík auk þess sem það er orðið frábær kostur fyrir þá sem vilja stíga inn á braut teiknimyndagerðar.

Til að gera teiknimynd í Keynote er nauðsynlegt að þekkja mikið af þeim möguleikum og verkfærum sem forritið býður upp á. Þegar fólk er svo farið að þekkja öll þessa möguleika og hefur reynslu í notkun þeirra fer það yfirleitt að sjá meiri möguleika, fleiri tengingar við önnur verkefni sem verið er að vinna.

Áskorunin þín

Gerðu stutta teiknimyndasenu í Keynote þar sem a.m.k. þrír kvikaðir hlutir eru notaðir og settir saman auk hljóðs.

#1
Búðu til nýtt Keynote skjal og búðu til gönguhring eða einhvern aðrar tegund af kvikunarhring. Gúglaðu: Animation cycles. Þá ættir að geta fundið dæmi um manneskju eða dýr að hlaupa, læðast, hoppa og jafnvel spígspora. Spreyttu þig svo á því að teikna gönguhringinn upp í Keynote og flytja út sem Animated GIF. Hér er myndband sem sýnir þetta.

 


#2

Það eru margar leiðir til að láta hluti hreyfast um skjáinn í Keynote. Með því að búa til farartæki á hjólum sem getur keyrt yfir skjáinn kynnistu mörgum þeirra og það er einmitt það sem þú ætlar að gera hér. Búðu til nýtt Keynote skjal, fylgdu leiðbeiningunum sem eru í myndbandinu sem hér fer á eftir. Svo skaltu flytja farartækið þitt út sem Animated GIF til að eiga það ásamt kvikunarhringnum til síðari nota.

 


#3

Nú hefur örugglega kynnst Keynote næginlega vel til að geta teiknað upp eða sett saman umhverfið þar sem teiknimyndin þín gerist.  Þú skalt enn og aftur búa til nýtt Keynote skjal og byrja á því að búa til umhverfi. Þú getur prófað að láta hluti eins og ský og sól hreyfast í bakgrunninum. Svo skaltu prófaa að setja þær Animated GIF skrár sem urðu til í skrefi 1 og 2 inn í umhverfið. Þú ættir að geta nýtt þér myndbandið sem hér fer á eftir á þessu stigi.